Fréttir og tilkynningar

Fréttir af Frostheimabúum | 02.11.2016

Í október var mikið líf og fjör hjá okkur í Frostheimum og margt skemmtilegt um að vera. Ýmsir klúbbar og smiðjur hófu göngu sína í mánuðinum og má meðal annars nefna minecraftklúbb, prjónaklúbb, pokémonklúbb og fréttasmiðju Frostheima. Vísinda-og tilraunavika Frostheima var í byrjun mánaðarins þar sem Frostheimabúar framkvæmdu alls konar tilraunir og endaði vikan svo á skemmtilegri heimsókn frá Sprengjugenginu. Á síðasta degi mánaðarins héldum við upp á Hrekkjavökuna þar sem ýmsar verur fóru á stjá og fengu tækifæri til þess að hræða starfsmenn :)

Félagsmiðstöðvadagurinn í Frosta | Frostaskjól 26.10.2016

Miðvikudaginn 2.nóvember verður Félagsmiðstöðvadagurinn haldinn hátíðlegur um allt land og að sjálfsögðu munum við í Frosta taka þátt í fjörinu! Unglingarnir í Frosta verða hvött til að bjóða fjölskyldum sínum að koma með í félagsmiðstöðina þetta kvöld og skemmta sér með okkur. Félagsmiðstöðvadagurinn er frábært tækifæri fyrir foreldra og forráðamenn til að kynna sér félagsmiðstöðina, kynnast aðstöðunni og starfsfólkinu sem starfar með unglingunum þeirra. Ekki láta þennan viðburð framhjá ykkur fara :)

Foreldrakynning
Foreldrakynning | 05.10.2016

Í dag, miðvikudaginn 5. október, verður kynning á starfsemi Frostheima fyrir foreldra og forráðamenn. Kynningin verður í Kaffiheimi frá klukkan 17:15 - 18:15 og á meðan verður boðið upp á barnapössun í Jarðheimum (hús nr.2). Við vonumst til að sjá ykkur sem flest :)

Búið er að velja nafn
Búið er að velja nafn | Frostheimar 29.09.2016

Frístundamiðstöðin okkar hefur fengið nýtt nafn og heitir núna Tjörnin. Þetta varð að niðurstöðu eftir hugmyndasamkeppni meðal íbúa en tillögur bárust um 85 nöfn. Sjá nánar um valið á nafninu hér: http://reykjavik.is/frettir/tjornin-skal-hun-heita

Tjörnin skal hún heita
Tjörnin skal hún heita | Frostaskjól 28.09.2016

Ný sameinuð frístundamiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða skal heita Tjörnin. Þetta varð að niðurstöðu eftir hugmyndasamkeppni meðal íbúa en tillögur


Information

English Español Lietuvių Polski Русский Tagalog Thai

Á döfinni


Engir viðburðir fundust.

Frístundamiðstöðvar


Jökla ungmennahús!
Comeniusarverkefni í gangi
Fyrirmyndarstofnun
Foreldravefur
Frístundakortið
Rafræn Reykjavík
Handbók félagsmiðstöðva
Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit